sunnudagur, júní 15, 2008

Veikur...

Harpa útskrifaðist úr HÍ í gær og af því tilefni var farið á Holtið; fjölskyldur okkar beggja, fjórréttað og svaka veisla. Ég komst hins vegar ekki.

Ég er kominn með einhvern fjandans vírus. Annað hvort skelf ég eins og hrísla eða svitna við enga áreynslu. Bætum beinverkjum ofan á það, og núna er ég kominn með í hálsinn líka. Ekki nóg með það, heldur eru exedrin extra strength töflurnar mínar búnar. Tough times.

En það er fínt að taka þetta út áður en ég byrja að vinna, sem verður á miðvikudaginn.

Ég óska Hörpu og öðrum sem voru að útskrifast í gær til hamingju með áfangann. Vel gert.

Efnisorð: