sunnudagur, júní 29, 2008

Tónleikarnir...

Ég sá Sigurrós, missti viljandi af hinu. Tónleikarnir voru vonbrigði, ekki endilega hljómsveitinni að kenna, heldur meira veðrinu og staðsetningunni á mér.

Svona var setlistinn:
svefn-g-englar
ný batterí
glósóli
sæglópur
við spilum endalaust
hoppípolla
með blóðnasir
inní mér syngur vitleysingur
hafsól
gobbledigook
popplagið

1 af Von, 2 af Ágætis Byrjun, 1 af ( ) , 4 af Takk og 3 af nýju plötunni.
Samtals 11 lög, stutt program.

Ég var staðsettur mjög aftarlega, enda mætti ég seint og var með barnavagn. Ég sá ekki sviðið, rétt sá í risaskjáinn, en hljóðið var alveg agalegt og virtist koma og fara eftir því hvernig vindar blésu. Ekki gott. Climaxið í Popplaginu fjaraði t.d. út í vindhviðu.

Bandið virkaði annars hresst, trallaði og fékk gestaspilara (þó ekki Kidda í Hljómalind).

Efnisorð: