sunnudagur, júní 15, 2008

Lakers - Boston, game 5

Fimmti leikur í kvöld!

Fjórði leikurinn var náttúrulega algjört bull og örugglega eitt versta tap sem mitt lið hefur mátt þola í íþróttasögunni. Að láta menn eins og Eddie House og James Posey vinna þig er skammarlegt. KB24 stóð ekki undir nafni sem besti leikmaður deildarinnar.

En þetta er ekki búið fyrr en þetta er búið. Allir 4 leikirnir hingað til hafa verið jafnir og það getur allt gerst. Stemningin og baráttan er hins vegar öll Boston megin og þeir virðast vilja þetta meira en Lakers. Lakers skortir stöðugleika frá sínum helstu mönnum.

Ég er hættur að spá en ég vona bara að menn mæti til leiks, girði sig í brók og berjist, stígi út í fráköstum, skutli sér á eftir lausum boltum og sýni smá lit. Ég fer ekki fram á meira.

Áfram Lakers.

Efnisorð: