fimmtudagur, desember 27, 2007

Punktar...

Þetta er gott að hafa í huga þegar það fer að þrengja að á næsta ári.

Allir að kjósa sætasta feministann.

80s bloggið sýnir okkur brot af því besta/versta frá þessu niðurlægingartímabili tónlistarsögunnar, m.a. þetta.

Efnisorð: , ,

KOBE

I am Legend...

Ég fór á forsýningu myndarinnar I am Legend núna fyrir jól. Með í för var Ólafur nokkur Þórisson og bíóið var Sambíóin Álfabakka. Þangað hef ég ekki komið í langan stangan tíma.

Will Smith leikur náunga sem er svona semi Palli einn í heiminum - í New York. Einhver vírus sem átti að lækna krabbamein hafði stökkbreyst og allir í heiminum dóu; í það minnsta næstum allir. Og núna ætlar Will Smith, hetjan okkar, að finna lækningu fyrir þá sem hafa sýkst en ekki dáið.


Vægi?
Vægi myndarinnar er mjög mikið. Ég fór á myndina án þess að hafa nokkra hugmynd um hvað hún væri og hún kom bæði þægilega og óþægilega á óvart. Þægilega vegna þess að myndin er töff, vel leikin, fyndin og áhugaverð. Óþægilega vegna nokkurra afar spennandi og brutal atriða.

Ég mæli með þessari mynd.
Ég mæli með því að fólk sjái hana í bíó.
Einkunn: 81/100

Efnisorð:

mánudagur, desember 24, 2007

Hátíð verslunar, pakka og stress

Laugardagur klukkan 23:00: Setti saman jólagjöf KMH. Það tók ekki nema 2,5 klst. Pípari og rafvirki eru væntanlegir milli jóla og nýárs til að fullkomna verkið; tengja í vatn og svona.

Þorláksmessa klukkan 20:55: "Íbúðin er í rúst og það á eftir að fara á fullt af stöðum og gera fullt."


Aðfangadagur klukkan 15:59: Allt klárt, kalkúnninn í ofninum og fyrstu jólin í Bjallavaðinu að skella á. Is the turkey done?

Gleðilega hátíð lesendur nær og fjær og munið að "ganga hægt um gleðinnar dyr."

Efnisorð:

miðvikudagur, desember 19, 2007

Heima og að heiman...

Lakers pökkuðu Bulls saman öðru sinni á leiðktíðinni núna í nótt, og sweepuðu því seríuna 2-0.

Fyrri leikurinn var náttúrulega kjánalega léttur, 30 stiga rúst Lakers manna.

Leikurinn í nótt var ekki mikið erfiðari. Við létum Sasha, já Sasha, sjá um þessa pappakassa frá Opruh-borginni. Kobe þurfti ekki að reyna á sig.

Lakers: 15-9
Bulls: 8-14

Það er spurning hvort Bulls sé tilbúnir í trade? Lakers fá Deng, Gordon og Hinrich í skiptum fyrir Sasha og Farmar.

Efnisorð:

fimmtudagur, desember 13, 2007

Leynivinavika...

Það er leynivinavika í gangi í vinnunni, síðasti dagur á morgun. Ég er búinn að standa mig sæmilega sjálfur, en vantar eitthvað tromp fyrir morgundaginn - einhverja skothelda hugmynd sem slær í gegn.

Lumið þið á góðri hugmynd?

Sjálfur er ég búinn að fá 2 gjafir í vikunni frá mínum Secret Santa. Annars vegar tímaritið "The Girls of FHM 2007". Það er einstaklega vandað blað.

Í dag fékk ég síðan bókina hans Þorgríms Þráinssonar. Ég opnaði hana og er byrjaður að lesa. Meira um það síðar.

Efnisorð:

Geðhjúkrunarfræðingur

Já allt getur gerst í beinni útsendingu.

Símatími í upphafi þáttarins – farið á ca 4:30 mín, þá kemur fjörið.

Reykjavík síðdegis í gær á bylgjunni


Svo kom smá frétt um þetta á vísi.is


Efnisorð:

Verðstríð - Samkeppni

Leikfangaverslunin Just4Kids hefur ákveðið að mæta samkeppni á leikfangamarkaði með því að fara í verðstríð við ToysRUs. Öll leikföng hjá Just4Kids lækka umtalsvert í verði, eða á bilinu 30-80%. Just4Kids heitir því jafnframt að vera ávallt með lægsta verðið á öllum leikföngum.

Bónus og Krónan fóru í verðstríð í fyrravor. Þá kostaði mjólk lítið eða ekkert.

Mun Just4Kida gefa Lego?

Efnisorð:

mánudagur, desember 10, 2007

Klæðskerinn John...

Um daginn bauðst okkur í vinnunni að kaupa klæðskerasaumuð jakkaföt, skyrtur og frakka af indverska klæðskeranum John. Margir nýttu sér þetta. Hægt var að kaupa jakkaföt, 3 skyrtur og frakka á ca. 50 þús kall. Það er býsna gott verð.

Ég ákvað að leyfa öðrum að front-runna mig í þessu, og ég tek kannski föt í næstu umferð. Núna eru fötin komin í hús og bara almenn ánægja með þetta. Nema hvað að einn ónefndur - sem er þekktari sögulega fyrir heldur styttri föt en lengri - fékk svokallaðan Matrix frakka í hendurna (sjá mynd).

Það er greinilegt að klæðskerinn John er e-ð veruleikafyrrtur. Matrix-frakkinn var sendur í styttingu.

Efnisorð: , ,

Þannig er mál með vexti...

Frjálsi er með auglýsingu framan á fasteignablaði Morgunblaðsins í dag. Þar er "samanburður" á lánum.

a) 20 mkr myntköfulán með 4% vöxtum. Afborgun á mánuði=67.600. Hljómar vel.

b) 20 mkr íbúðalán í krónum á 6,45% verðtryggðum vöxtum. Afborgun á mánuði=116.500. Hljómar mjög illa.

En hér er ekki verið að bera saman epli og epli, og ekki einu sinni epli og appelsínu. Hér er frekar verið að bera saman myglað epli og Wal-Mart brauð sem er mjúkt í margar vikur en alltaf vont.

Það er nefnilega ansi smátt letur um lán a. "Mánaðarlegar afborganir fyrsta árið... einungis greiddir vextir af myntkörfuláninu fyrstu þrjú árin, án verðbóta eða gengisbreytinga."

Slæmir kostir báðir tveir, en auðvitað eru einhverjir í þeirri stöðu að þurfa að borða Wal-Mart brauð þanið rotvarnarefnum og viðbjóði.

Efnisorð:

föstudagur, desember 07, 2007

Þetta er misskilningur...

a) Hamborgarahryggur heitir í raun hamborgarhryggur. Heimild.

b) Evrópa er ekki land, en það vita ekki allir.

Efnisorð: , ,

fimmtudagur, desember 06, 2007

Þrír bestu...

Lakers lögðu Nuggets á útivelli í nótt.

Before the game, Nuggets coach George Karl testified that Bryant is one of the top three basketball talents in the history of basketball.

... ásamt Magic og Jabbar.

Efnisorð:

Vísitölufjölskyldur...

Hagstofa Íslands gaf í dag út ritið "Spá um mannfjölda 2007-2050."

Víkjum strax að mynd 11, bls. 10 sem sýnir lifandi fædd börn á ævi hverrar konu síðustu 57 ár og næstu 43 ár. Þar má glöggt sjá, eins og flestir vita, að fjöldi barna per konu hefur farið fækkandi.

En hvað svo? Stöðnun í tveimur lifandi fæddum börnum á ævi hverrar konu næstu 43 árin!!! Stöðugleiki vísitölufjölskyldunnar.

Það er gott að vita að mennirnir hjá Hagstofunni eru að vinna vinnuna sína.

Efnisorð: ,

þriðjudagur, desember 04, 2007

Randy Pausch

Ég bloggaði um Randy Pausch í lok september eftir að hann flutti sinn "síðasta fyrirlestur". Síðan þá hefur þetta myndband slegið í gegn og milljónir manna séð það og bók er víst á leiðinni. Ég mæli eindregið með myndbandinu fyrir þá sem ekki hafa séð það. Hér má sjá styttri útgáfu hjá Opruh. Oprah alltaf góð!

En núna er komið nýtt myndband - nýr fyrirlestur - Time Management. Enjoy.

Efnisorð:

Heima

Ég og Kristín María vorum heima í gær að horfa á Heima með Sigurrós. Geðveikt stuð sem sagt.

Myndbandið sýnir KMH raða upp DVD diskunum sínum á meðan hún heldur á jólavoffa. Það er nóg að gera hjá lítilli dömu.

Efnisorð:

mánudagur, desember 03, 2007

Eyjólfur...

Eyjólfur er að hressast.

Ég er búinn að vera veikur heima í dag með hausverk/beinverki dauðans. Ég held að ég hafi líka sett einhvers konar svefnmet því ég svaf meira og minna frá 23 í gær til 15:00 í dag. Það gerir ca 16 klst.

En Exedrin er að bjarga mér, enn einu sinni. Undralyf.

Efnisorð:

sunnudagur, desember 02, 2007

Kínverska...

Ég horfði á seinni hálfleikinn í leik Espanyol og Barcelona í gær, á kínversku (Sýn í fokki, löng saga). Á þessari síðu er hægt að streama leikjum á netinu; fótbolti, NBA, NFL og fleira. Því miður virkuðu ensku linkarnir ekki að þessu sinni en það kom ekki að mikilli sök.

Kínversku þulirnir eru greinilega pro gæjar, hljóma eins og þeir séu að lýsa leiknum og æsa sig á réttum tímapunktum. Það sama má ekki segja um flesta lýsendur Sýnar.

Mér skilst að Barca hafi dóminerað fyrri hálfleikinn og leiddu 0-1 í hálfleik. Espanyol voru sterkari framan af í seinni hálfleik og jöfnuðu verðskuldað. Í framhaldinu fór Eiður Smári af velli (slakur leikur hjá honum) og Ronaldinho kom inná. Hvað er slíkur maður að gera á tréverkinu? Allavega, Barca komu sterkir til baka í lokin og voru óheppnir að vinna ekki. Niðurstaða 1-1 í borgarslagnum í Barcelona.

Leikurinn var á heimavelli Espanyol og athygli vakti að það var ekki fullt hús. Það ku víst vera venjan. Barcelona stuðningsmenn mæta helst ekki á þennan völl; vilja ekki styrkja félagið fjárhagslega. Furðuleg afstaða.

Efnisorð: