mánudagur, desember 10, 2007

Þannig er mál með vexti...

Frjálsi er með auglýsingu framan á fasteignablaði Morgunblaðsins í dag. Þar er "samanburður" á lánum.

a) 20 mkr myntköfulán með 4% vöxtum. Afborgun á mánuði=67.600. Hljómar vel.

b) 20 mkr íbúðalán í krónum á 6,45% verðtryggðum vöxtum. Afborgun á mánuði=116.500. Hljómar mjög illa.

En hér er ekki verið að bera saman epli og epli, og ekki einu sinni epli og appelsínu. Hér er frekar verið að bera saman myglað epli og Wal-Mart brauð sem er mjúkt í margar vikur en alltaf vont.

Það er nefnilega ansi smátt letur um lán a. "Mánaðarlegar afborganir fyrsta árið... einungis greiddir vextir af myntkörfuláninu fyrstu þrjú árin, án verðbóta eða gengisbreytinga."

Slæmir kostir báðir tveir, en auðvitað eru einhverjir í þeirri stöðu að þurfa að borða Wal-Mart brauð þanið rotvarnarefnum og viðbjóði.

Efnisorð: