fimmtudagur, desember 13, 2007

Leynivinavika...

Það er leynivinavika í gangi í vinnunni, síðasti dagur á morgun. Ég er búinn að standa mig sæmilega sjálfur, en vantar eitthvað tromp fyrir morgundaginn - einhverja skothelda hugmynd sem slær í gegn.

Lumið þið á góðri hugmynd?

Sjálfur er ég búinn að fá 2 gjafir í vikunni frá mínum Secret Santa. Annars vegar tímaritið "The Girls of FHM 2007". Það er einstaklega vandað blað.

Í dag fékk ég síðan bókina hans Þorgríms Þráinssonar. Ég opnaði hana og er byrjaður að lesa. Meira um það síðar.

Efnisorð: