sunnudagur, september 23, 2007

Randy Pausch

Ég rakst á myndband á B2 sem nefnist "Jákvæði prófessorinn". Frábær klippa. Svo frábær klippa að ég vildi sjá þetta í heild sinni. Það varð til þess að ég mætti of seint í þrítugsafmæli.

Ég veit ekki alveg hvað skal segja. Þetta er um 90 mínútna video (seinni linkurinn). Ég hef horft á mörg video á netinu. Mörg. En það var e-ð frábær við þetta video sem fékk mig til að horfa. Ég felldi tár í lokin. Hversu oft gerist það þegar ég er í tölvunni? Ekki oft skal ég segja ykkur. Magnaður endir á frábærri kynningu.

Hvað fannst þér?