fimmtudagur, desember 27, 2007

I am Legend...

Ég fór á forsýningu myndarinnar I am Legend núna fyrir jól. Með í för var Ólafur nokkur Þórisson og bíóið var Sambíóin Álfabakka. Þangað hef ég ekki komið í langan stangan tíma.

Will Smith leikur náunga sem er svona semi Palli einn í heiminum - í New York. Einhver vírus sem átti að lækna krabbamein hafði stökkbreyst og allir í heiminum dóu; í það minnsta næstum allir. Og núna ætlar Will Smith, hetjan okkar, að finna lækningu fyrir þá sem hafa sýkst en ekki dáið.


Vægi?
Vægi myndarinnar er mjög mikið. Ég fór á myndina án þess að hafa nokkra hugmynd um hvað hún væri og hún kom bæði þægilega og óþægilega á óvart. Þægilega vegna þess að myndin er töff, vel leikin, fyndin og áhugaverð. Óþægilega vegna nokkurra afar spennandi og brutal atriða.

Ég mæli með þessari mynd.
Ég mæli með því að fólk sjái hana í bíó.
Einkunn: 81/100

Efnisorð: