fimmtudagur, desember 06, 2007

Vísitölufjölskyldur...

Hagstofa Íslands gaf í dag út ritið "Spá um mannfjölda 2007-2050."

Víkjum strax að mynd 11, bls. 10 sem sýnir lifandi fædd börn á ævi hverrar konu síðustu 57 ár og næstu 43 ár. Þar má glöggt sjá, eins og flestir vita, að fjöldi barna per konu hefur farið fækkandi.

En hvað svo? Stöðnun í tveimur lifandi fæddum börnum á ævi hverrar konu næstu 43 árin!!! Stöðugleiki vísitölufjölskyldunnar.

Það er gott að vita að mennirnir hjá Hagstofunni eru að vinna vinnuna sína.

Efnisorð: ,