mánudagur, desember 24, 2007

Hátíð verslunar, pakka og stress

Laugardagur klukkan 23:00: Setti saman jólagjöf KMH. Það tók ekki nema 2,5 klst. Pípari og rafvirki eru væntanlegir milli jóla og nýárs til að fullkomna verkið; tengja í vatn og svona.

Þorláksmessa klukkan 20:55: "Íbúðin er í rúst og það á eftir að fara á fullt af stöðum og gera fullt."


Aðfangadagur klukkan 15:59: Allt klárt, kalkúnninn í ofninum og fyrstu jólin í Bjallavaðinu að skella á. Is the turkey done?

Gleðilega hátíð lesendur nær og fjær og munið að "ganga hægt um gleðinnar dyr."

Efnisorð: