miðvikudagur, september 12, 2007

Bourne Ultimatum...

Geðveik mynd.
Ég gerðist svo djarfur að fara einn í bíó í gær. Ég varð að sjá þessa mynd í bíó, og allir sem ég þekki virðast hafa séð hana so. Það er fínt að fara einn í bíó. Þetta var í fyrsta skipti sem ég gerði það, og get alveg hugsað mér að gera það aftur.

Væntingarnar voru miklar. 8,5 á imdb er slatti. En myndin stóðst þær væntingar og vel það. Samanburður við Bond er kannski nærtækast, og Jason Bourne tekur James Bond og pakkar honum saman í töffaraskap og snilligáfu. Svo er þriðji JB-inn (Jack Bauer), en sá er sér kapituli. Eru einhverjir fleiri JB-ar þarna úti sem eru töff? Jimmy Buffet?

Einkunn: 8,7

Efnisorð: