mánudagur, september 17, 2007

Að passa...

Frúin er á leið til NY á fimmtudaginn, sem þýðir að ég mun passa dótturina alla helgina.

Sögnin "að passa" er hitamál meðal kvenna/mæðra. Karlmenn nota þetta hins vegar óspart sín á milli, í léttum tón, en helst nógu háum til að einhver kona heyri. Þá er sko gaman. Konur hreinlega frussa útúr sér hneykslun sinni.

Konun/mæður passa hins vegar ekki. Þær annað hvort "eru með börnin", "eru að sinna móðurhlutverkinu" eða "börnin eru hjá þeim".

En já, ég er að fara að passa.

Efnisorð: