mánudagur, september 10, 2007

Meistaraverk...

Í gær kláraði ég meistararitgerðina mína, oft kölluð meistaraverkið. Núna er hún í yfirlestri hjá íslenskufræðingnum bróður mínum. Verkinu verður svo skilað fyrir fimmtudaginn, þegar skilafrestur rennur út. Skrítið að hafa skilafrest til 13. september þegar útskrift er 27. október.

Ritgerðin ber heitið "Framsæknar fjárfestingar íslenskra lífeyrissjóða". Framsæknar fjárfestingar, stundum kallaðar óhefðbundnar fjárfestingar (alternative assets), kallast þær fjárfestingar sem ekki eru í hefðbundnum hlutabréfum og skuldabréfum, t.d. fasteignir, vogunarsjóðir (e. hedge funds) og framtakssjóðir (e. private equity).

Þetta var skemmtilegt efni, fræðandi og nýtist í minni vinnu. Win win win situation, eins og Michael Scott myndi segja.

Það er gott að vera loksins búinn, 4 árum eftir að ég hóf námið. Gefið að ég fái ekki falleinkunn mun ég því vera bæði með BS í fjármálum og Msc í fjármálum. Ekki amalegt það.

Efnisorð: