miðvikudagur, september 26, 2007

Gítarnámskeið - 1.tími

Í gærkvöldi var fyrsti tíminn af tólf á gítarnámskeiðinu. Væntingarnar voru nokkrar.

Ég fékk gítar að láni hjá frænda Hörpu. Það reyndist vera barnagítar, þannig að ég var frekar hallærislegur í tímanum. En það kom ekki að mikilli sök því vandamálið var frekar spilarinn en gítarinn.

Þetta gekk svona OK framan af. Við lærðum nokkra tóna; G, D, C og ákveðna takta.

Svo mætti kennarinn með Knockin' on Heavens Door. Auðvelt lag sagði hann. Jájá. Núna er bara að æfa sig vel og vandlega heima (15-20 mínútur á dag) og Dylan verður masteraður.

Efnisorð: