mánudagur, september 10, 2007

Geiri El...

Til minningar um Ásgeir Elíasson hittust nokkrir af fyrrverandi leikmönnum Fram á Framvellinum í hádeginu í dag og fóru í reit. Táknræn athöfn, enda var Ásgeir konungur reitaboltans.

Sjálfur var ég í jakkafötum og lakkskóm og stoppaði stutt við. Nógu lengi stoppaði ég þó til að klobba Stiftamtmanninn. Utanfótar snudda. Geiri hefði verið stoltur af þessum klobba.

Ásgeir var fyrsti þjálfarinn minn í meistaraflokki Fram, árið 1996. Ég spilaði undir hans stjórn í 4 ár. Hann var auk þess fyrsti landsliðsþjálfarinn minn í yngri landsliðum Íslands. Betri og skemmtilegri þjálfarar eru vandfundnir. Hann var einstakur maður og góður félagi.

Efnisorð: