fimmtudagur, nóvember 30, 2006

Framfarir hjá hotmail...

Hotmail var búið að vera í skítnum í fjölda ára hvað varðar stærð á inboxi. Lengi vel var það eingöngu 2 MB, sem þýddi að maður þurfti að eyða öllum pósti nær jafnóðum, en enginn einn póstur mátti vera stærri en 1 MB.

Núna eru breyttir tímar.

Hotmail inboxið er farið að taka 1 GB, sem er að vísu ekki jafn gott og hjá Gmail, en engu að síðar byltingakennd framför. Auk þess má hver einstakur póstur vera allt að 10 MB (gæti reyndar lent í vandræðum með að senda einstök Sigurrósar lög).

Batnandi mönnum er best að lifa.

Efnisorð:

Austrið vs Vestrið...

Það vekur athygli þegar litið er á stöðuna í NBA eftir 13-15 leiki hversu miklu sterkari vesturdeildin er. Kemur að vísu ekkert rosalega á óvart, en samt gaman af þessu.

Austrið:
Af 15 liðum er eingöngu 4 lið með yfir 50% vinningshlutfall. Bæði Bulls og Knickerboxers eru langt frá því, enda gengur leikur þeirra liða að mestu leiti útá agavandamál og leiðindi.

Vestrið:
Af 15 liðum er 10 lið með yfir 50% vinningshlutfall. Mesta athygli vekur að hið geysisterka lið Lakers hafi ekki enn betra vinningshlutfall. Kannski að það lagist í heimaleik gegn Utah Jazz í nótt.

... það sem er kannski sniðugast er samt að New Jersey Nets myndi vera í 3. sæti austursins, ef úrslitakeppnin hæfist núna; þrátt fyrir að vera með 40% vinningshlutfall. Ég spyr David Stern því (á íslensku): Er ekki kominn tími til að breyta þessari reglu?

Efnisorð:

Beerfest....

Beerfest er einstaklega skemmtileg mynd.

Plot Outline: Two brothers travel to Germany for Oktoberfest, only to stumble upon secret, centuries-old competition described as a "Fight Club" with beer games.

6,3 á imdb, en á alveg skilið að fá svona 7,5 - sem er gott á gamanmyndaskala.

Þessi náungi er sérstaklega fyndinn karakter, en hann leikstýrir einnig myndinni.

Nettur Eurotrip fílingur í gangi og strákamynd eins og þær gerast bestar.

Efnisorð:

miðvikudagur, nóvember 29, 2006

Hans klaufi....

Við Harpa vorum að kaupa okkur svona Global hnífasett. Nauðsynlegt á hvert Fel heimili.

Nema hvað...
Ég er nota þetta í fyrradag í fyrsta sinn. Búinn að læna upp kjúklingabringum og sætum karöflum, og aldeilis til í að skera þær í spað. En ég hef greinilega orðið aðeins of spenntur því ég skar svona líka illa í baugfingur vinstri handar. Þessir Global hnífar eru skuggalega beittir.

Hvað kennir þetta okkur?
Eru Fel bara bakarar, en engir kokkar?

Er ég kannski bara Oliver?

Efnisorð:

Viðbjóður....

Þetta er eitt það viðbjóðslegasta sem ég hef lesið í langan tíma.

Hvað er að sumu fólki?

Efnisorð:

þriðjudagur, nóvember 28, 2006

Casino Royale...

Er bara ansi vel heppnuð bíómynd, og Daniel Craig er einkar sannfærandi sem Bond, James Bond.

Ég veit reyndar ekki alveg hvort það hafi verið nauðsynlegt að hafa hana svona langa, en þetta slapp alveg.

Þetta er bíómynd, til að sjá í kvikmyndahúsi.

Einkunn:
84/100

Efnisorð:

föstudagur, nóvember 24, 2006

Toppslagur í NBA...

Power rankings var að koma út. Utah eru efstir, en Lakers nr. 6.

Liðin mætast einmitt í kvöld, og svo aftur á fimmtudaginn. Þetta er fyrsta alvöru prófraun vetrarins, og ég er ekki í vafa um að Kóngurinn og Nýstirnið sýni mormónunum hvernig á að play some hoops.

Áfram Lakers.
Áfram körfubolti.

Efnisorð:

miðvikudagur, nóvember 22, 2006

Barcelona - Eiður Smári...

Ég þoli ekki að hlusta á nöldrið í Hödda skinku, Gaupa litla og öllum þessum köllum á Sýn um hvað hinir og þessir gefi ekki á Eið Smára. Hvaða vælukjóa tuð er þetta eiginlega?

Gaupi litli var t.d. að fara yfir highlights í leiknum í kvöld og sagði að Deco litli hefði aldrei gefið á Eið.... 10 sek. síðar kemur stungusending innfyrir frá Deco, en Eiður klúðrar. Svo er alltaf verið að tala um að Messi og Ronaldinho gefi ekki á Eið. Ég veit ekki betur en að þeir séu að leggja hann upp í færi hægri vinstri, stundum skorar Eiður, en stundum ekki.

Hvernig væri að fara bara að lýsa leikjum og hætta þessari þvælu, ha?

Efnisorð:

Lakers - Bulls: 82-72

Það er mjög mikilvægt að halda þessu til haga.

Lakers eru núna efstir í sínum riðli (8-3) á meðan Bulls eru neðstir í sínum riðli (3-8). Ekki það að dapurt gengi Chicago gleðji mig, en það er ágætt að þetta komi fram.

Efnisorð:

Sufjan Stevens - umfjöllun

Ég fór ásamt Ólafi Þórissyni í Fríkikjuna síðastliðinn föstudag að berja Sufjan nokkurn Stevens augum. Af samtölum mínum við marga virðist vera að mainstream Ísland þekki ekki Sufjan. "Ha, er Cat Stevens að mæta?" eða "Shakin Stevens, eru þeir góðir?"

Sufjan er einn mesti og besti tónlistarmaður samtímans, og fólk ætti að kynna sér verk hans hið fyrsta.


Tónleikarnir voru frábærir. Við vorum svo heppnir að fara uppá svalir (þar sem kórinn stendur í messum) og þar var útsýnið eins og best verður á kosið. Fríkirkjan er í rauninni úrvals tónleikastaður. Þar er ekki reykt, þar spjallar fólk ekki, og þar eru ekki glasahljóð. Hljómburðir er einnig til fyrirmyndar. Ekkert að þessu á við um stað eins og Nasa. Nema kannski hljómburður.

Eftir upphitunaratriði kom Sufjan á sviðið ásamt 10 manna fylgdarliði, og allir með grímur og vængi. Töff.

Lagalistinn var ca. svona:
Sister (Píanó)
The Transfiguration
The Man Of Metropolis Steals Our Heart
Casimir Pulaski Day
Jacksonville
A Good Man Is Hard To Find
Oh Detroit, Lift Up Your Weary Head
The Predatory Wasp Of Palisades Is Out To Get Us
John Wayne Gacy Jr.
Dear Mr. Supercomputer
Seven Swans
Majestic Snowbird
Chicago
————
Concerning the UFO sightings Near Highland, Illinoise
Dress Looks Nice On You
+ eitt lag af Michigan plötunni

Einkunn og niðurstaða:
4,5/5.
Líklegast næstbestu tónleikar sem ég hef farið á. Tónleikar Sigurrósar í höllinni í nóvember í fyrra voru betri. Fullt hús þar.

Efnisorð:

föstudagur, nóvember 17, 2006

Sufjan Stevens í kvöld...

Jæja, þá er bara komið að því. Sufjaninn.

Í kvöld ætlum við Dr. Ólafur Þórisson að fjölmenna í Fríkirkjuna í Reykjavík og njóta eyrnakonfekts. Við erum að tala um Nóa sinnum svona fimmtán.

Efnisorð:

Lucia Micarelli

Asíska undrabarnið er á leiðinni á klakann og mun spila á Nasa 9.des.

Hér er crazy klippa með henni... Spóla bara rúmar 3 mínútur, og party on Wayne, party on Garth.

Efnisorð:

Jafnrétti?

Nú er það svo að það er ódýrara fyrir konur að spila golf. Sjá t.d. hér.

Er það ódýrara vegna þess að þær eru með lægri laun?
Eru þær með lægri laun því þær borga minna í golf?

Ég veit það ekki.

Borga þær minna því þær spila á kvennateigum, og brautirnar því styttri?
Ættu þær að borga meira ef þær nota fleiri högg, sem krefst meira viðhalds á vellinum og hægir á öðrum spilurum?

Borgar feitur maður meira í sund ef hann tekur meira pláss í heita pottinum?

Efnisorð:

Eldsmiðjan...

Var að panta 16 tommu pizzu; pepp, svepp, lauk, ananas, rjómaost. Væntanleg eftir klukkara.

Ég elska eldsmiðjuna.

Efnisorð:

fimmtudagur, nóvember 16, 2006

Orkumál...

Fyrir nokkrum misserum hækkaði Orkuveitan verð á heita vatninu vegna þess hve hlýtt hafði verið þann veturinn, til að vinna upp tekjutap.

Væri ekki rétt að borga til baka núna, þegar kuldinn er hvað mestur, og lækka verðið? Guðlaugur Þór og hans menn myndu fá stóran + í kladdann fyrir það.

Efnisorð:

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Köben...

Ég, Harpa og Kristín María erum á leið til Köben á laugardaginn.

Ákveðið hefur verið að fara í Tivolí, Carlsberg verksmiðjuna, ástralska veitingastaðinn Reef & Beef og einhverjar búðir.

Allar frekari hugmyndir eru mjög vel þegnar í ummælum hér að neðan.

Með fyrirfram þökk,
Hagnaðurinn

Efnisorð:

mánudagur, nóvember 13, 2006

Van Damm On the Dance floor


Ég mæli með þessari grein Bill Simmons.

Taumlaus gleði.

Efnisorð:

sunnudagur, nóvember 12, 2006

Fótboltinn í dag...

Liverpool spiluðu afleitlega í dag gegn ágætu liði Arsenal. Ekkert gott um þennan leik að segja, nema kannski að Hyypia og Zenden eru væntanlega búnir að spila sína síðustu stórleiki fyrir liðið.

Ronaldinho er kominn aftur, og er búinn að finna miðið.
Sönnun A.
Sönnun B.

Efnisorð:

föstudagur, nóvember 10, 2006

Mýrin...

Ég gerði aðra tilraun til að sjá Mýrina, og í gærkvöldi tókst það, í sal 1 í Háskólabíói klukkan 21:00. Salurinn var tómlegur og við hlið mér sat Biggington, Jack Bauer og Bijay Swing. Þeir voru allir hressir.

Gerum langa sögu mjög stutta:
Myndin olli vonbrigðum. Hún er engu að síðu ágæt, en þegar væntingarnar eru svona miklar, þá verður e-ð undan að láta.

Fínt að taka þetta bara á Rúv árið 2010.

Einkunn:7

Efnisorð:

fimmtudagur, nóvember 09, 2006

Furðulegt..

Fréttablaðið á mánudaginn:
Þetta er nú ansi skondin tilkynning til að setja í blað. Ætli þetta sé einhvers konar steggjunar-hrekkur?

Fréttablaðið í gær (miðvikudag):
Poppprinsessan Britney Spears hefur nú skipað maka sínum, Kevin Federline, að fara í megrun. Kappinn mun víst hafa borðað alltof mikið á meðan Spears var ólétt og því þyngst í takt við Spears á meðgöngunni.

Fyrir utan hvað þetta er asnaleg frétt, þá sótti Briney um skilnað á þriðjudaginn. Þessi "skipun" hennar hlýtur því að falla úr gildi.

Efnisorð:

þriðjudagur, nóvember 07, 2006

Heimskuleg frétt...

"Bretum þykir Mirren kynþokkafyllst".

Ok, allt í góðu með það.
Úrtakið: Eitt þúsund þátttakendur tóku þátt í könnuninni sem framkvæmd var í Lakeside verslunarmiðstöðinni í Essex.

Þegar betur er að gáð:
Helen Mirren was born in Ilford, Essex...

Spurning að gera svona könnun á Egilsstöðum og álykta svo að frú Sigurlína Jónsdóttir sé kynþokkafyllsta kona landsins.

Efnisorð:

Stjórnmálavitleysingar...

Juventur og Napolí gerðu jafntefli í gær. Yfir í annað.

********************

Magnús Þór Hafsteinsson er vitleysingur. Í þessu viðtali í Kastljósinu talar hann eins og apaköttur. Ég held við þurfum að finna fjarskyldan frænda hans sem missti vinnuna, og redda honum djobbi. Hvað er annars frjálslynt við Frjálslynda flokkinn?

Á heimasíðu þeirra segir:
Frjálslyndi flokkurinn er stjórnmálahreyfing, sem leggur áherslu á frjálsræði, lýðræði og jafnrétti þegnanna. Flokkurinn aðhyllist frjálst markaðskerfi og hafnar ríkisforsjá, þar sem því verður við komið.

Hver kýs annars þennan flokk?

********************

Ekki er Ögmundur Jónasson skárri. Þessi ummæli hans eru ein þau allra heimskustu sem ég hef nokkru sinni lesið.

Spurning sé hvort jafnaðarsamfélaginu sé fórnandi fyrir 12 milljarða og nokkra stráka og stelpur í silkifötum. „Er þotuliðinu fórnandi fyrir meiri jöfnuð og félagslegt réttlæti? Mitt svar er já," skrifar Ögmundur.

Hver kýs þennan mann?
10% þjóðarinnar?

********************

Að lokum. Hver kýs eiginlega Framsóknarflokkinn?

Efnisorð:

mánudagur, nóvember 06, 2006

Sufjan Stevens... Miði til sölu...

Ég er með einn aukamiða á Sufjan Stevens föstudaginn 17.nóv næstkomandi. Þetta er í Fríkirkjunni, og hefst klukkan 18:30. (Ath, flýtt vegna tónleika Sykurmolanna þetta sama kvöld). Þetta er svæði "Niðri B".

Og þá er það stóra spurningin:

HVER ÆTLAR MEÐ MÉR???

Efnisorð:

Stórleikur á Ítalíu...

Napolí tekur á móti Juventus í ítölsku Serie B deildinni í kvöld. Búist er við skemmtilegum og jöfnum leik.

Von er við húsfylli á Stadio San Paolo vellinum í Napolí.

Staðreynd:
Even with S.S.C. Napoli in Serie C during the 2005/2006 season, Napoli achieved the feat of having the 3rd highest average home attendance for a football club in Italy for the season with only the Serie A clubs, A.C. Milan and Inter Milan having higher attendances.

Spá: 2-1.

Efnisorð:

föstudagur, nóvember 03, 2006

Billy Joe vs. Kobe Bryant...



Þýðingar...

Ólafur H. Torfason fjallar um kvikmyndir í síðdegisútvarpi Rásar 2. Oftast gerir hann það vel og fagmannlega. Eitt fer þó í taugarnar á mér. Það eru allar þýðingarnar á erlendum heitum.

Í gær var hann að fjalla um mynd sem heitir Fearless (Fullhugi) og vildi líkja henni við myndina "Skríðandi tígur, dreki í leynum." Þetta er náttúrulega rugl.

Sigurganga...

Stórbrotin sigurganga Lakers heldur áfram. Á miðvikudag lögðu þeir Golden State nokkuð örugglega.

Það sama verður ekki sagt um hið ofmetna og leiðinlega lið Chicago Bulls.

********

Í kvöld mæta Lakers svo Seattle, í beinni útsendingu á NBA TV.

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Jákvæðari fréttir..

NBA tímabilið er hafið, og það fer virkilega vel af stað.

Lakers lögðu Suns í opnunarleik tímabilsins í nótt. Liðið lék án Kobe Bryant, sem er lítillega meiddur.

Það skipti ekki máli því Lamar nokkur Odom átti stórleik, og nýstirnið, já NÝSTIRNIÐ Andrew Bynum átti stjörnuleik í framherjastöðunni. Auk þess voru nýju leikmennirnir Maurice Evans og Radmanovic að skila sínu.

Næsti leikur:
Golden State í kvöld.