fimmtudagur, nóvember 30, 2006

Framfarir hjá hotmail...

Hotmail var búið að vera í skítnum í fjölda ára hvað varðar stærð á inboxi. Lengi vel var það eingöngu 2 MB, sem þýddi að maður þurfti að eyða öllum pósti nær jafnóðum, en enginn einn póstur mátti vera stærri en 1 MB.

Núna eru breyttir tímar.

Hotmail inboxið er farið að taka 1 GB, sem er að vísu ekki jafn gott og hjá Gmail, en engu að síðar byltingakennd framför. Auk þess má hver einstakur póstur vera allt að 10 MB (gæti reyndar lent í vandræðum með að senda einstök Sigurrósar lög).

Batnandi mönnum er best að lifa.

Efnisorð: