föstudagur, nóvember 03, 2006

Þýðingar...

Ólafur H. Torfason fjallar um kvikmyndir í síðdegisútvarpi Rásar 2. Oftast gerir hann það vel og fagmannlega. Eitt fer þó í taugarnar á mér. Það eru allar þýðingarnar á erlendum heitum.

Í gær var hann að fjalla um mynd sem heitir Fearless (Fullhugi) og vildi líkja henni við myndina "Skríðandi tígur, dreki í leynum." Þetta er náttúrulega rugl.