miðvikudagur, nóvember 22, 2006

Barcelona - Eiður Smári...

Ég þoli ekki að hlusta á nöldrið í Hödda skinku, Gaupa litla og öllum þessum köllum á Sýn um hvað hinir og þessir gefi ekki á Eið Smára. Hvaða vælukjóa tuð er þetta eiginlega?

Gaupi litli var t.d. að fara yfir highlights í leiknum í kvöld og sagði að Deco litli hefði aldrei gefið á Eið.... 10 sek. síðar kemur stungusending innfyrir frá Deco, en Eiður klúðrar. Svo er alltaf verið að tala um að Messi og Ronaldinho gefi ekki á Eið. Ég veit ekki betur en að þeir séu að leggja hann upp í færi hægri vinstri, stundum skorar Eiður, en stundum ekki.

Hvernig væri að fara bara að lýsa leikjum og hætta þessari þvælu, ha?

Efnisorð: