miðvikudagur, nóvember 22, 2006

Sufjan Stevens - umfjöllun

Ég fór ásamt Ólafi Þórissyni í Fríkikjuna síðastliðinn föstudag að berja Sufjan nokkurn Stevens augum. Af samtölum mínum við marga virðist vera að mainstream Ísland þekki ekki Sufjan. "Ha, er Cat Stevens að mæta?" eða "Shakin Stevens, eru þeir góðir?"

Sufjan er einn mesti og besti tónlistarmaður samtímans, og fólk ætti að kynna sér verk hans hið fyrsta.


Tónleikarnir voru frábærir. Við vorum svo heppnir að fara uppá svalir (þar sem kórinn stendur í messum) og þar var útsýnið eins og best verður á kosið. Fríkirkjan er í rauninni úrvals tónleikastaður. Þar er ekki reykt, þar spjallar fólk ekki, og þar eru ekki glasahljóð. Hljómburðir er einnig til fyrirmyndar. Ekkert að þessu á við um stað eins og Nasa. Nema kannski hljómburður.

Eftir upphitunaratriði kom Sufjan á sviðið ásamt 10 manna fylgdarliði, og allir með grímur og vængi. Töff.

Lagalistinn var ca. svona:
Sister (Píanó)
The Transfiguration
The Man Of Metropolis Steals Our Heart
Casimir Pulaski Day
Jacksonville
A Good Man Is Hard To Find
Oh Detroit, Lift Up Your Weary Head
The Predatory Wasp Of Palisades Is Out To Get Us
John Wayne Gacy Jr.
Dear Mr. Supercomputer
Seven Swans
Majestic Snowbird
Chicago
————
Concerning the UFO sightings Near Highland, Illinoise
Dress Looks Nice On You
+ eitt lag af Michigan plötunni

Einkunn og niðurstaða:
4,5/5.
Líklegast næstbestu tónleikar sem ég hef farið á. Tónleikar Sigurrósar í höllinni í nóvember í fyrra voru betri. Fullt hús þar.

Efnisorð: