miðvikudagur, nóvember 29, 2006

Hans klaufi....

Við Harpa vorum að kaupa okkur svona Global hnífasett. Nauðsynlegt á hvert Fel heimili.

Nema hvað...
Ég er nota þetta í fyrradag í fyrsta sinn. Búinn að læna upp kjúklingabringum og sætum karöflum, og aldeilis til í að skera þær í spað. En ég hef greinilega orðið aðeins of spenntur því ég skar svona líka illa í baugfingur vinstri handar. Þessir Global hnífar eru skuggalega beittir.

Hvað kennir þetta okkur?
Eru Fel bara bakarar, en engir kokkar?

Er ég kannski bara Oliver?

Efnisorð: