Austrið vs Vestrið...

Austrið:
Af 15 liðum er eingöngu 4 lið með yfir 50% vinningshlutfall. Bæði Bulls og Knickerboxers eru langt frá því, enda gengur leikur þeirra liða að mestu leiti útá agavandamál og leiðindi.
Vestrið:
Af 15 liðum er 10 lið með yfir 50% vinningshlutfall. Mesta athygli vekur að hið geysisterka lið Lakers hafi ekki enn betra vinningshlutfall. Kannski að það lagist í heimaleik gegn Utah Jazz í nótt.
... það sem er kannski sniðugast er samt að New Jersey Nets myndi vera í 3. sæti austursins, ef úrslitakeppnin hæfist núna; þrátt fyrir að vera með 40% vinningshlutfall. Ég spyr David Stern því (á íslensku): Er ekki kominn tími til að breyta þessari reglu?
Efnisorð: NBA
<< Home