sunnudagur, júní 26, 2005

Garpur Garpsson...

Í dag tók ég "Tour de Reykjavik".

Hóf ferðina hér í Breiðholtinu. Leiðin lá svo vestur eftir Fossvogsdalnum, meðfram Öskjuhlíðinni, inn Snorrabrautina, niður Laugaveginn, suður Suðurgötuna, inn að KR-vellinum, vestur á Seltjarnarnes, allt þar til ég kom að Gróttu. Þá komst ég ekki lengra.

Þá var snúið heim á leið.

Fór að Nes-vellinum, meðfram sjónum, að Ægissíðunni, niðrí miðbæ, upp Hverfisgötuna og alla Suðurlandsbrautina, inn í Elliðarárdal, upp hann allan að Elliðavatni, meðfram Vatnsendanum, og endaði í Kleifarselinu.

Uppgefinn.

Mér reiknast til að þetta hafi verið ca. 40 kílómetrar.

Á meðan hlustaði ég á nýja plötu með Antony and the Johnsons. Stórgott stöff þar á ferðinni. Meira um það síðar.

Fínt að losna svona við þynnkuna.
Krókur á móti bragði!!!
Kv. Hagnaðurinn