fimmtudagur, júní 09, 2005

Íþróttameiðsl....

... fór á æfingu með TLC í gær. Hún var í Risanum í Kaplakrika. Held það sé nýjasta innanhúss knattspyrnuhöllin á landinu. Samt er þetta ekki full stærð. Held þetta sé svona rúmlega hálfur völlur.

Anyway....

Það er svokallað 4.kynslóðar gervigras á þessum velli..... úúúúúúúúúúú
Fjórða kynslóð minn rass segi ég. Ég var næstum því búinn að rífa af mér nárann eftir svona 15 mínútna leik. Þá hafði þegar einn leikmaður tognað aftan í læri.

Grasið er svo stamt að það hálfa væri alger hellingur. Þá er nú Leiknis-grasið betra. Gamli heimavöllurinn. Þó bara 3.kynslóð!

Niðurstaða:
Ekki spila knattspyrnu í Risanum nema vöðvar ykkar eru teygjanlegri en á þessari!