Ég er garpur....
... þó ekki drykkurinn Garpur!
Meira svona hjólreiðagarpur.
Náði í þetta fína Mongoose fjallahjól sem ég á (Harpa á eins, hversu nördalegt er það?) útí bílskúr. Þar hafði það staðið óhreyft síðan sumarið 2003. Dekkin lin og svona, og þurfti því að græja málin, sem gekk áfallalaust fyrir sig. Enda er bensínstöð hér steinsnar í burtu... Þá erum við að tala um frekar léttan stein, fullkomið kast og gott rúll.
Allavega. Ég hjólaði uppá golfvöll þeirra Oddfellowa, sem staðsettur er í Heiðmörk. Tók það ca. 25 mínútur, eða sem nemur fyrstu 5 lögunum á nýjasta Coldplay disknum, uppá sekúndu.
Frábært diskur, fyrst þið spyrjið.
Var svo að slá svona líka vel á range-inu.
Gjörsamlega úr takt við það sem ég framkvæmdi á Eignastýring Invitational í Öndverðarnesi í gær. En það er önnur saga sem ekki verður sögð hér.
Það er hressandi að hjóla. Ipod-inn gerir það enn meira hressandi, og veðrið toppaði þetta.
Ís með lúxus-dýfu og lakkrís!!!
Góð löng helgi framundan.
Ég mun nýta hverja einustu mínútu í eitthvað gífurlega sniðugt, skemmtilegt og/eða heilsusamlegt.
Skundum,
Hagnaðurinn
... þó ekki drykkurinn Garpur!
Meira svona hjólreiðagarpur.
Náði í þetta fína Mongoose fjallahjól sem ég á (Harpa á eins, hversu nördalegt er það?) útí bílskúr. Þar hafði það staðið óhreyft síðan sumarið 2003. Dekkin lin og svona, og þurfti því að græja málin, sem gekk áfallalaust fyrir sig. Enda er bensínstöð hér steinsnar í burtu... Þá erum við að tala um frekar léttan stein, fullkomið kast og gott rúll.
Allavega. Ég hjólaði uppá golfvöll þeirra Oddfellowa, sem staðsettur er í Heiðmörk. Tók það ca. 25 mínútur, eða sem nemur fyrstu 5 lögunum á nýjasta Coldplay disknum, uppá sekúndu.
Frábært diskur, fyrst þið spyrjið.
Var svo að slá svona líka vel á range-inu.
Gjörsamlega úr takt við það sem ég framkvæmdi á Eignastýring Invitational í Öndverðarnesi í gær. En það er önnur saga sem ekki verður sögð hér.
Það er hressandi að hjóla. Ipod-inn gerir það enn meira hressandi, og veðrið toppaði þetta.
Ís með lúxus-dýfu og lakkrís!!!
Góð löng helgi framundan.
Ég mun nýta hverja einustu mínútu í eitthvað gífurlega sniðugt, skemmtilegt og/eða heilsusamlegt.
Skundum,
Hagnaðurinn
<< Home