sunnudagur, júní 19, 2005

Af ferðum Hagnaðarins...

17. júní:
Vaknaði klukkan 6:30 þennan morguninn, tilbúinn að fara í golf. Það er auðvelt að vakna í golf. Fór ásamt Bijay Swing. Fyrst var þó stoppað í Select. Gaman að sjá fólk sem var ekki farið að sofa þegar við vorum nývaknaðir. Já, og hressir.

Áfangastaðurinn þennan daginn var Kiðjaberg. Það er völlur í um klst. fjarlægð frá Reykjavík, ca. miðja vegu milli Selfoss og Laugavatns. Þar er nýbúið að stækka völlinn uppí 18 holur, og því tilvalið að nýta sér GLÍ kortið til að spila frítt golf. Frítt golf er gott golf.

Það var spilað í stuttbuxum og pólóbol; Hauger Woods í rauðum Nike.
Spilamennskan var ekki góð til að byrja með. Bijay spilaði sem Biggington og ég var Hauksman á fyrri níu.

(innskot... golfnafnið mitt þegar ég spila vel er Hauger, en Hauksman þegar ég spila illa. Sambærileg nöfn fyrir Bigga eru Bijay Swing og Biggington)

Á seinni 9 var allt sett á fullt, eftir ljúffenga júmbó-túnfisksamloku og kók. Það var keppni. Mót. Alvöru golf. Ég hafði fundið sveifluna á 7. holu eftir gífurlega djúpa lægð undanfarnar vikur.

Til að gera langa golfsögu stutta, þá endaði mótið á jafntefli. Báðir á 45 höggum. Það gerir 18 punkta fyrir mig, eftir 'a pathetic' 6 punkta á fyrri níu.

Playoffs verða innan tíðar...................

"It´s good to be back"
Hauger Woods