Antony and the Johnsons!
Systir mín kom í heimsókn til mín um helgina, og var svo væn að leyfa mér að taka öryggisafrit af disknum I am a Bird Now, með fyrrnefndri hljómsveit.
Það reyndist nokkuð gott afrit skal ég segja ykkur. Hef hlustað á lítið annað síðan, og verð að segja að ég er alveg stórhrifinn. Kannski enginn Damien Rice, en þetta er samt svona 'in the same league'.
Gefum Jóni Góða orðið í augnablik:
Ég segi nú bara eins og Jón Ársæll..... Jáááááá!!!!!
Hér má auk þess sjá video af laginu Hope There´s Someone með Antony (erlent download, örugglega risastórt), sem nota bene er klæðskiptingur. En ekki vera hrædd. Þetta er hugljúft og skemmtilegt
Kveðja,
Hagnaðurinn
Systir mín kom í heimsókn til mín um helgina, og var svo væn að leyfa mér að taka öryggisafrit af disknum I am a Bird Now, með fyrrnefndri hljómsveit.
Það reyndist nokkuð gott afrit skal ég segja ykkur. Hef hlustað á lítið annað síðan, og verð að segja að ég er alveg stórhrifinn. Kannski enginn Damien Rice, en þetta er samt svona 'in the same league'.
Gefum Jóni Góða orðið í augnablik:
Keypti mér geisladisk fyrir örfáum dögum. Ég er búinn að hlusta á hann aftur og aftur og aftur og aftur og aftur. Besti geisladiskur sem ég hef heyrt í háa herrans tíð. Hljómsveitin heitir ANTONY AND THE JOHNSONS og diskurinn heitir I AM A BIRD NOW. ANTONY er stórbrotinn söngvari og tónlistin er af himnum send. Þetta eru stór orð en mér finnst ég verði að deila þessu með ykkur, ágætu lesendur. Hljómsveitin er að spila í Reykjavík 11.júlí næstkomandi og ég ætla ekki að missa af þessu. Ef þið viljið kynna ykkur þetta þá fariði á heimasíðu sveitarinnar. Slóðin er: www.anthonyandthejohnsons.com. Þar eru tóndæmi af þessum geisladiski. Frábær músík þarna á ferðinni!
Ég segi nú bara eins og Jón Ársæll..... Jáááááá!!!!!
Hér má auk þess sjá video af laginu Hope There´s Someone með Antony (erlent download, örugglega risastórt), sem nota bene er klæðskiptingur. En ekki vera hrædd. Þetta er hugljúft og skemmtilegt
Kveðja,
Hagnaðurinn
<< Home