mánudagur, júní 13, 2005

Esjan 2005: Part One

Fékk þá snilldarhugmynd að ganga upp Esjuna í dag. Veðrið var bara of gott. Dró með mér Jack Bauer, Edgar Stiles og Michelle Dessler; allt saman ættjarðarvinir og starfsmenn CTU Los Angeles, mikilvægustu stofnunar jarðarinnar.

Hvað sem því líður...

Við komum að Esjunni um klukkan 6:20 pm. Var þá nokkuð krökkt af bílum og sólin skein í heiði. Hreyfing laufblaða benti til þess að það væri andvari. Þó var logn á stöku stað.

Ég var klæddur síðerma Lakers-bol. Lakers hefur áður fylgt mér upp, og hef ég hugsað mér að gera þetta að venju. Auk þess er Lakers alltaf í hjarta mínu.

Gangan gekk nokkuð rösklega. Heilsuðum við fólki: "Góða kvöldið". Flestir gengu við staf. Þó var ekki um að ræða gamalmenni, bara fólk með skíðastafi.
Um miðja vegu þurftum við að taka mikilvæga ákvörðun: Tökum við styttri en erfiðari leiðina eða löngu og léttu leiðina? Við tókum þá erfiðari. Beint strik upp.

Rétt áður en við komum að erfiðasta kaflanum var tekið matarstopp. Lautarstopp. Júmbó-samlokur og gos. Og svo var legið og rifjað upp gamlar og góðar sögur. Ahhhhhhh....

Úr fyrstu búðum var svo drifið sig upp; hver og einn með súrefniskút á bakinu. Þunna loftið! Ferðin gekk áfallalaust fyrir sig. En það var kalt á toppnum! Chelsea, það er kalt á toppnum!
Bíddu, er Liverpool ekki á toppnum? Þeir eru jú besta lið Evrópu!!!!!!

"Ehhh ehhhhh Everton voru fyrir ofan ykkur í deildinni" .... BACK OFF!

Svo var skrifað í bókina góðu. Ég skrifaði mig þrisvar. Einu sinni sem Tony Almeida, einu sinni sem Jón Þór Birgisson (í annað skipti) og einu sinni sem ég sjálfur.

Svo var að sjálfsögðu labbað niður...... Augljóslega.....tekur soldið framan í lærin. Samt enginn killer. Trikkið er að hlaupa niður. Það er alltaf trikk, sama hvað maður er að gera. Til dæmis lærði ég í gær trikk til að losna við að fá nárameiðsli.

Ok. Við komum niður að bíl klukkan 22:27. Rúmir 4 tímar. Góðir 4 tímar.

Þetta verður endurtekið seinna í sumar, sbr. titillinn. Allir velkomnir með.

Ég segi þetta gott.
Kv. Hagnaðurinn