föstudagur, júní 10, 2005

Lost ...

... jæja, þá hef ég lokið við að horfa á fyrstu þáttaröð af Lost.

Serían náði einhvern veginn aldrei að komast á brjálæðislegt flug; þetta var engin Concorde. Meira bara svona massív Boeing þota að krúsa. Mætti segja að það hafi vantað herslumuninn í að þetta væri stórkostleg þáttaröð.

Ekki misskilja samt. Þetta var alveg frábært stöff.... og nú á að gera aðra seríu!

Aðra seríu???

Já, þetta verður fróðlegt. Allavega er alveg múha mikið af spurningum sem enn á eftir að svara....

Jack: "Everyone wants me to be the leader until I make a decision someone doesn't like."