sunnudagur, október 31, 2004

Það er sunnudagsmorgunn...

... og það er komið að því á morgun.

En í morgun var tennis:
Það var komið að þriðja einvígi Dodda/Gauja gegn Hagnaði/Gráa.

Spennan var töluverð fyrir þennan leik. Menn voru búnir að munnhöggvast töluvert og mikið var búið að deila um hvorir voru betri.

Þess má geta að Hagnaðurinn/Grái leiddu einvígið 2-0; nokkuð örugglega.

Leikurinn í dag var ójafn.
Svona fóru leikar:
6-0
6-4
2-6
2-0 (náðum rétt að byrja)
Samtals 2-1 fyrir Hagnað/Gráa.

Þrátt fyrir þessi úrslit héldu þeir félagar áfram að tuða og halda því fram að þeir væru betri. Það er athyglisverð speki. Þetta er eins og að segja að Crystal Palace séu betri en Arsenal. Það sér hver heilvita maður að það er bull.

Staðan er sem sagt 3-0.

Best að fara að pakka..... stuttbuxunum,
Hagnaðurinn


ps. Hitamismunurinn á Orlando og Reykjavík er allt að 35 gráður á celcíus í dag.