mánudagur, október 04, 2004

Fjórar (4) vikur í ferð...

... og spennan magnast.

Eftir nákvæmlega 4 vikur verðum við svona ca. yfir Kanada einhvers staðar.

Til að undirbúa sig undir ferðina og það sem fylgir í kjölfarið hefst nú svokallað "átak" sem er í 3 liðum.

A) Neysluátak. Vísitala neysluverðs (verðbólga!!!) hefur farið hækkandi á undanförnum misserum, og skv. nýjustu tölum Hagstofunnar ber Hagnaðarsetrið ábyrgð á allt að þriðjungi þeirrar hækkunar. Þetta þarf að laga. Það skiptir miklu máli, sérstaklega þar sem 9 mánaða uppgjörið er væntanlegt.

B) Heilsuátak. Hagnaðurinn er handhafi líkamsræktarkorts hjá Hreyfingu. Í dag var það notað í fyrsta skipti í fjölda vikna. Það er gott að hreyfa á sér rassgatið aðeins. Verst með ökklann.

C) Námsátak. Eins og staðan er núna þá er ég í 90% starfi og tveimur námskeiðum í skólanum. Það er slatti. Ég er ekki búinn að vera alveg nógu duglegur að læra. Nú er kominn tími til að breyta því. Markmiðið er nefnilega að verða 100% starfsmaður eftir prófin í desember. Það verður að takast. Það mun takast.

Heyrðu, svo er bara farið að plana "Ferðina" árið 2005. Details later.

Friður,
Ryan Chappelle