fimmtudagur, október 07, 2004

Grillið...

... jamm jamm. Hagnaðurinn skellti sér bara á Grillið á Hótel Sögu í kvöld. Nema hvað.

Fór ásamt vinnunni og bragðaði á ljúffengum humri, dádýri, rauðsprettu og einhverju fleiru sem ég þekkti ekki. Þvílík ofboðsleg snilld sem þetta var. Þessu var svo skolað niður með bjór, áströlsku rauðvíni og hvítvíni. Nema hvað.

Nú er Hagnaðurinn búinn að borða á bæði Holtinu og Grillinu á skömmum tíma. Það er erfitt að gera upp á milli, en eitt er víst að það er ansi skemmtilegt útsýni af 8. hæðinni á Hótel Sögu.

Það er munur að vinna á alvöru vinnustað. Fyrir rétt rúmu ári var ég aumur verkamaður. Í dag er ég í fínum málum. Hagnaðurinn er þakklátur fyrir það.

Kveðja,
Hagnaðurinn