miðvikudagur, október 13, 2004

Fréttablaðið - Kúkablað...

... já, í þeirri merkingu að það er gott að fara að kúka með Fréttablaðið.

Menn gefa sér misgóðan tíma á klósettinu. Sjálfur er ég svona 10 mínútna maður.

Þegar ég var lítill var Andrés Önd lang-vinsælast, og gat maður oftast lesið svona 3 sögur af 4. Það er dágóður árangur.

Í dag tek ég oftast Fréttablaðið með mér; en þó stundum Lifandi Vísindi. Ég byrja alltaf að lesa blaðið aftast. Það er mikilvægt.

Besta efni Fréttablaðsins er á öftustu 10 síðunum, eða að íþróttasíðunum. Eftir það (framar í blaðinu) er eiginlega bara bölvað rugl og nöldur. Les þó alltaf pistlana hans Jóns Orms. Þeir eru góðir.

... nú vill svo til að ég er með blaðastand við hliðina á klósettinu hér í Hagnaðarsetrinu. Þetta er ekki algeng sjón á heimilum landsmanna. Ég tel þetta þó afar mikilvægt. Hvað er leiðinlegra en að hlusta á sjálfan sig kúka?

... Hlusta á aðra kúka kannski?

Þetta var kúka-blogg,
Hagnaðurinn