þriðjudagur, október 19, 2004

Spámaður í eigin föðurlandi...

... nú er Hagnaðurinn að spila í svona Fantasy-fótboltaleik (www.draumalid.is) leik á netinu. Eins og staðan er núna er ég í 59. sæti af rúmlega 5000 liðum. Ekki amalegur árangur það.

Margir vilja meina að svona sé bara heppni. Hagnaðurinn er ekki alveg sammála því. Það má vera að ef þú grísar einhvern tímann á rétt úrslit og sért voða heppinn, en þegar maður er farinn að gera þetta á regular-basis, þá hlýtur eitthvað annað að liggja að baki.

Svokölluð spádómsgáfa.

Nú vann ég 15 léttvínsflöskur í vinnunni í sumar, þar sem tippað var á úrslit allra leikjanna í EM. Heppni?

Toppbarátta í Draumaleiknum - Heppni?

Toppbarátta í Meistaradeildarleik sem ég er í - Heppni?

90% vítaspyrna Liverpool síðastliðin 5 ár (þar með talinn ofurspádómurinn) - Heppni?

Hvað næst? Er ég hugsanlega betri en aðrir að spá fyrir um þróun á hlutabréfamarkaði? Það myndi ekki vera heppni. Það myndi vera Hagnaður.

Maður spyr sig,
Hagnaðurinn