þriðjudagur, október 26, 2004

Óvænt pizzuveisla á þriðjudegi...

... að baki, og gott ef hún hafi sjaldan eða aldrei verið jafn góð.

En ég var að spá:
Eitthvað hefur verið um það að undanförnu að fólk sé að kvarta yfir að vera ekki boðið í veislu. Hagnaðinum þykir miður að það séu ekki almenn mannréttindi að mæta í svona gómsæta veislu.

Ef þú ert einn af mínum lesendum, en hefur aldrei komið í veislu (en vilt koma), þá vill ég að þú gefir þig fram og rökstyður á faglegan hátt af hverju ég ætti að bjóða þér.

Fyrrverandi veislugestir mega einnig gera tilraun til að láta bjóða sér, og það er aldrei að vita nema ég bjóði þeim aftur.

Gente di mare,
Hagnaðurinn