fimmtudagur, október 21, 2004

Icelandic Airwaves...

... í fullum gangi og Hagnaðurinn situr heima. Er hins vegar að hlusta á plötuna Pause með Four Tet, en hann spilar einmitt á hátíðinni.

Þá fór ég að spá: Er til eitthvað gott íslenskt orð yfir "pause" ? Pása er ekki beint orð. Ég veit það ekki. Einhverjar tillögur?

*******************
Yfir í annað.

Þegar ég fer í ræktina (sem hefur gerst ansi oft síðastliðnar vikur) finnst mér nauðsynlegt að hafa heyrnartól (e. headphones) í eyrunum. En það er ekki nóg, því einnig er nauðsynlegt að hafa upplífgandi og hressandi tónlist í viðtækinu.

Hreyfing býður uppá eftirtaldar stöðvar:
1) Kiss FM --- eiginlega alltaf rusl. Á að vera hressandi, en er bara leiðinlegt.
2) Íslenska s stöðin --- ekki að gera sig.
3) Bylgjan --- alltof mikið af töluðu máli.
4) FM 957 --- dettur inn eitt og eitt lag, en eiginlega bara rusl og leiðinda R&B.
5) Rás 1 --- einmitt.
6) X-ið 977 --- loksins komin inn eftir mikla baráttu Hagnaðarins. Oft gott, en ekki alltaf.
7) Geislaspilari --- aðeins einn diskur í einu.

Ég er er gæi sem treysti mikið á geislaspilarann. Mæti ég gjarnana með diska með mér sem koma mér í stuð. Má þar nefna Oasis, Stone Roses, Primal Scream, U.N.K.L.E., skrifaða diska og fleira.

En málið er að alltof mikið af fólki mætir einnig með diska sem því finnst skemmtilegt. Er þetta nær undantekningarlaust viðbjóður sem má finna á Kiss FM. Hinn almenni meðlimur Hreyfingar hefur bara vondan tónlistarsmekk. Þetta líkar mér ekki, en verð engu að síður að sætta mig við þetta.

En hér er það versta --- flest af þessu fólki kemur með disk, setur hann í og hreyfir sig í kannski 20 mín, og fer svo í tækin, en gleymir að taka diskinn úr. Þetta er óþolandi með öllu, og þetta fólk ætti að banna.

Mæli ég frekar með þessu:
Komdu með hressandi taktföst lög, hlustaðu á þau, hreyfðu þig, og taktu svo diskinn úr græjunum. Þá kemst næsti maður að.

Þannig verða allir hressir og glaðir og geta hreyft sig á jákvæðan og heilbrigðan hátt án þess að pirringur eyðileggi fyrir manni annars lífsnauðsynlega heilsubót.

Vildi bara koma þessu á framfæri.

Kveðja,
Hagnaðurinn