mánudagur, september 06, 2004

Brúðkaup á laugardag...

... var ansi hressandi. Nánar má lesa um smáatriðin á hinni skeleggu síðu Hörpunnar.

Mig langar til að biðjast afsökunar. Ég hafði lofað að syngja aldrei framar í karaókí. Því miður þá sveik ég það loforð á laugardag. Tók þá dúett ásamt Gráa Glæponinum. Við sungum Wonderwall með Oasis genginu. Hefðum betur tekið Yellow með Coldplay hópnum, enda með mikla reynslu í því lagi.

Svo var skóli í dag. Alltaf í skólanum á mánudögum og fimmtudögum. Fátt skemmtilegra en að fá stærðfræðilega útskýringu á OLS metlinum.

Einnig hef ég hafið störf á nýjum stað. Ennþá hjá , en bara kominn á nýjan stað. Læt vita betur seinna. Þetta er allt að koma í ljós.

Slater gaters,
Hagnaðurinn