sunnudagur, september 26, 2004

Kvikmynd-Collateral:

... Hagnaðurinn brá sér í kvikmyndahús í gær á nýjustu mynd Crúsarans og Mannsins. Var nokkuð bjartsýnn og átti von á góðri ræmu.

Myndin fjallar og Vincent (Tom Cruise) sem er leigumorðingi og hefur fengið það verkefni að drepa nokkur kvikindi. Hann fær til liðs við sig Max (Jamie Foxx (af hverju 2 x?)) sem er leigubílstjóri, og hann er sem sagt í því að keyra Vincent á milli staða.

Þetta myndi væntanlega flokkast sem spennumynd, nema hvað að hún er ekkert rosalega spennandi. Hún er samt nokkuð svöl og mér fannst Crúsarinn vera ansi góður sem gráhært illmenni. Ég myndi allavega ekki messa við hann.

Þetta fer samt ekki í gæðaflokk með myndum á borð við Girl Next Door og City of Gods.

Í hnotskurn.
Þegar upp er staðið og öllu er á botninn hvolft er Collateral ágætis afþreyingarmynd. Spennan er ekki mikil, en töffaragangurinn og leiftursnögg morð eru til fyrirmyndar.

70/100*
Hagnaðurinn