miðvikudagur, september 01, 2004

Thai Matstofa

... einu sinni var ég fastagestur á Thai matstofunni í faxafeni. Ég fékk mér eiginlega alltaf það sama; steiktar núðlur með kjúklingi og grænmet. Einnig fékk ég mér oft djúpsteiktar rækjur, og ýmislegt annað.

... í eitt skiptið voru núðlurnar eitthvað skrítnar á bragðið. Skömmu síðar var ég kominn með heiftarlegan magaverk. Daginn eftir leið mér enn illa. Ég fór því upp á spítala.

... þar var ég kannaður í bak og fyrir, og þurfti að lokum að gefa saursýni. Ég pissaði í eitthvað fat með rassgatinu. Ég var þá löngu búinn að ákveða að setja ævilangt viðskiptabann á þennan ógeðslega stað, en þessi tilfinning sannfærði mig enn frekar.

Nokkrum dögum síðar kom niðurstaðan úr þessari rannsókn. Ég var sem betur fer ekki með salmonellu, en einhver andskotinn var það.

Gunnar Jarl, Steinar Arason og aðrir gestir: Viljið þið vera næstir?