sunnudagur, september 26, 2004

Sunnudagsmorgunn...

... og Hagnaðurinn brá undir sig betri fætinum og fór í tennis í Sporthúsinu í bæjarfélaginu Kópavogur.

Í vetur mun Hagnaðurinn sem sagt alltaf mæta klukkan 9:30 stundvíslega og spila tvíliðaleik gegn Þórði (Dodda) og Guðjóni (Gauja). Glæponinn er með mér í liði.

.... nema hvað að í morgun mættu andstæðingar okkar ekki til leiks. Því fáum við dæmdan 3-0 sigur, skv. alþjóðlegum tennis-reglum.

Við Glæponinn spiluðum því einliðaleik. Þetta fór hægt af stað. Við spiluðum með lánsspaða, og maður þarf smá tíma til að venjast þeim. En til að gera langa sögu stutta, þá endaði þetta með jafntefli.

Þess má til gamans geta að við Glæponinn höfum spilað á annað hundrað tennisleiki og hann hefur aldrei farið með sigur af hólmi.

Yðar hátign,
Björn Borg