föstudagur, september 24, 2004

Nasa 23/9/2004 - Damien Rice:

... ég sagði það fyrir tónleikana að þetta myndu verða tónleikar ársins. Ég varð ekki svikinn. Þvílík ofboðsleg snilld.

Upphitun: Stúlka að nafni Lára sá um upphitun. Spilaði hún 6 lög, sem öll hljómuðu eins. Ég hafði ekki gaman af henni, en það skipti svo sem ekki máli enda ég ekki kominn þangað til að hlusta á hana .... frekar en aðrir í salnum.

Fyrri tónleikar þessa meistara í mars síðastliðnum var með því allra besta sem ég hef heyrt. Í gær var það toppað og vel það. Damien og Lisa (félagi hans) spiluðu í alls 2 1/2 klst

Hann (þau) spilaði hvert einasta lag af plötu sinni, O. Auk þess flutti hann heilan helling af cover-lögum, m.a. Hallelujah með Jeff heitnum Buckley, lag með Portishead og Led Zeppelin auk fjölda annarra. Einnig voru flutt ansi mörg b-hliða lög.

*****

Það hefur verið sagt um Sigurrós að það sé aðeins eitt sem þeir geri betur en allar aðra hljómsveitir --- þeir semja betri lög.

Það er eitt sem Damien gerir betur en allir aðrir artistar --- hann er betri á sviði og syngur af meiri innlifun.

Þessir tónleikar fara í flokk með Sigurrós í Háskólabíó í desember 2002 og Oasis í Köben í september 1997.

Stjörnugjöf 99/100*


*****
Celeb Watch: Julia Stiles var á svæðinu. Hún er fræg. Jafnvel frægari en Páll Banine.

Kv. Hagnaðurinn