laugardagur, september 25, 2004

Jííííhaaaaaaaaa.....

... já, Hagnaðurinn alltaf að prófa nýja hluti.

Í gær var óvissuferð í vinnunni ---- með kúrekaþema. Hagnaðurinn var kominn í gallann. Köflótt skyrta, ljósar gallabuxur, stór sylgja, hattur, klútur, stígvél. Þótti nokkuð kúrekalegur.

Það var brunað uppí Íshesta í Hafnarfirði.
--- Þar var byrjað á því að fara á hestbak. Það hafði ég aldrei gert áður. Ég verð að segja að hestamennska heillar ekki. Ég og Bessi náðum reyndar vel saman, sérstaklega þegar ég sagði hott hott og sparkaði í síðuna á honum. Þá tók kvikindið á stökk og ég meiddi mig í rassinum.

--- Síðan var eitthvað skeifu-kast-keppni. Ég veit það ekki. Þetta er væntanlega eitthvað ´thing´meðal hestamanna.

--- Svo kom að línudansinum. Ég hef gefið út þá yfirlýsingu að ég muni aldrei í mínu lífi dansa línudans. Ég stóð við þau stóru orð. Back off.

--- Svo var matur. Þokkalegur matur alveg og allt flæðandi í rauðvíni, og bara langflestir komnir á skallann.

--- Því næst var brunað í bæinn. Þar var fámennt. Náði samt að þruma mér inná Hverfisbarinn og Vegamót. Hitti meðal annarra Stiftarann og Ívar Tjörva og annan tvíburann. Held Hans frekar en Jens. Hann var að reyna að fá mig í Gróttuna. Sjáum til.

Látum þetta gott heita.
Hagnaðurinn