mánudagur, september 27, 2004

Eftir nákvæmlega 5 vikur...

.... verður Hagnaðurinn að öllum líkindum í flugvél u.þ.b. 30.000 fetum fyrir ofan Suður-Karólíonu.

Með í för verða Harpa, President og Sherry Palmer.

Áfangastaður er Orlando, Florida.

Á þessum suðlægu sólríku slóðum mun áætlunin vera að hafa gaman. "Flýja undan fellistormum", gætu einhverjir kumpánar sagt.

"Nei, vinur minn", segi ég. ´Hurricane season" mun verða búið þegar Hagnaðurinn mætir á svæðið. Þetta er allt skipulagt.

Þess í stað gera áætlanir mínar (þær eru ítarlegar) ráð fyrir meðalhita uppá 22 gráður á celcíus í Orlando, og 24 gráður í Miami. Búist er við sól 85% af tímanum (á meðan sól er á lofti).

Dagskráin er þéttskipuð, enda bjóða þessar borgir báðar uppá marga möguleika í skemmtanahaldi.
---það má til dæmis fara í alls konar garða.
---borða á Dennys og IHOP á morgnana.
---fara á betri staði á kvöldin.
---ekki má gleyma Outback Steakhouse, sem er líklegast minn uppáhaldsstaður ... slef.
---versla golfvörur.
---láta öllum illum látum.
---fara á íþróttaviðburði, s.s. körfuknattleik og ruðning.
---kíkja á skemmtistaði.
---nú, slappa af.

Hér er einungis stiklað á stóru í þéttskipaðri dagskrá.

Það eru enn 5 vikur til stefnu, og einmitt núna á laugardaginn er umræðufundur/matarboð/fyllerí á heimili forsetans.

Látum þetta gott heita,
Hagnaðurinn