Hér er eitt blogg...
... sem ég er búinn að vera fastagestur á undanfarnar vikur:
http://www.eoe.is/
Þetta er einhver gæi sem ég þekki ekki neitt. En ég veit að hann heitir Einar. Held ég hafi fyrst rekist á þessa síðu í gegnum www.eoe.is/liverpool, sem er mín uppáhalds Liverpool síða (kannski fyrir utan nýju síðuna með öllum mörkunum).
Ég hef oft verið að skjóta á Michelle fyrir að vera að lesa síður hjá fólki sem hún þekkir ekki neitt. Núna er ég farinn að gera það sama. En ástæða þess að ég byjaði að lesa þessa síðu er sú að þessi Einar fór í svona hálfgert road-trip yfir þver og endilöng Bandaríkin.
Mig hefur langað í svona ferð ansi lengi og hver veit nema maður láti verða af því einn daginn. En ef þið hafið áhuga á að lesa skemmtilegar sögur manns sem ég þekki ekki neitt, þá mæli ég hiklaust með þessari síðu. Hún er með þeim betri, ef ekki sú besta.
Kv. Hagnaðurinn
... sem ég er búinn að vera fastagestur á undanfarnar vikur:
http://www.eoe.is/
Þetta er einhver gæi sem ég þekki ekki neitt. En ég veit að hann heitir Einar. Held ég hafi fyrst rekist á þessa síðu í gegnum www.eoe.is/liverpool, sem er mín uppáhalds Liverpool síða (kannski fyrir utan nýju síðuna með öllum mörkunum).
Ég hef oft verið að skjóta á Michelle fyrir að vera að lesa síður hjá fólki sem hún þekkir ekki neitt. Núna er ég farinn að gera það sama. En ástæða þess að ég byjaði að lesa þessa síðu er sú að þessi Einar fór í svona hálfgert road-trip yfir þver og endilöng Bandaríkin.
Mig hefur langað í svona ferð ansi lengi og hver veit nema maður láti verða af því einn daginn. En ef þið hafið áhuga á að lesa skemmtilegar sögur manns sem ég þekki ekki neitt, þá mæli ég hiklaust með þessari síðu. Hún er með þeim betri, ef ekki sú besta.
Kv. Hagnaðurinn
<< Home