fimmtudagur, september 16, 2004

Það er allt að verða vitlaust ....

... eins og vera ber.

Vikan er búin að vera ágæt og líða mjög hratt. Skólinn er kominn á fullt swing og gengur bara ágætlega. Hvergi verður slakað á í skemmtanalífinu, og mun verða lokað hóf hér að Hagnaðarsetrinu á morgun, föstudag.

Að viku liðinni er svo nóg að gera einnig. Damien Rice á fimmtudeginum, óvissuferð í vinnunnni á föstudegi og afmæli hjá President á laugardegi... svo ætti þetta að fara að róast.

En talandi um Damien Rice!!!
--- er einhver sem ætlar að fara á þessa tónleika. Ef svo er má hinn sami endilega hafa samband við mig í dag (morgun) föstudag. Síminn er 699-2517. Hvergi hika. Það er einkar skemmtilegt að tala við mig í síma.

... svo eru bara tveir símafundir í vinnunni á morgun. Einhvern tímann er allt fyrst. Þetta verður fróðlegt.

--- Munið: Damien Rice ---
Hagnaðurinn