mánudagur, ágúst 09, 2004

Um helgina...

... var gert ýmislegt. Stiklum á stóru:


FÖSTUDAGUR:
1) Borðaði á Hard Rock ... hafði reyndar sett viðskiptabann á þennan stað, en varð að endurskoða það þar sem ég var svangur, og að steggja. Ég fékk mér borgara með "Bernes" sósu. Mistök hjá mér að panta það, en sömuleiðis mistök að hafa þetta á matseðlinum... en ég var ekki einn um að panta þetta því

2) Sigmundir Ernir (Simmi) pantaði þetta líka. Simmi E. var sem sagt að steggja með okkur. Fínn náungi, og góður vinur!

3) Fórum við með Billy (Stegginn) í listflug. Skömmu áður hafði hann víst fengið kvíðakast uppá Esjunni. Hann er víst svo lofthræddur.

4) Skutum við úr paintball (pain?) byssum á Billy þar sem hann hljóp í kanínubúningi. Gamli vann. Hann vinnur alltaf.

5) Var chillað í pottinum á Hótel Loftleiðum. Það er notarlegt.

6) Brá ég mér á endurfunda-samkomu þar sem saman komu Menntskælingar við Sund til að fanga því að 5 ár voru frá því að við útskrifuðumst. Það var bara nokkuð gaman. Hitti marga og sagði hæ, hó og hey. Dansaði svo við Hemma Gunn og fleiri.

7) Fór á Hverfisbarinn eftir það.

8) Kallaði mann dverg. Hann var ekki glaður. Sló mig utan undir. Það er kellingalegt.


LAUGARDAGUR:
1) Var þunnur.
2) Keyrði fólk.
3) Gerði ekkert.
4) Hélt áfram að gera ekkert.
5) Fór að sofa.


SUNNUDAGUR:
1) Fór í golf með Gráa. Ætlaði að vinna hann. Gekk ekki eftir.
2) Náði samt að spila seinni 9 í Leirunni í Keflavík á 44 höggum. Það er nokkuð gott.
3) Verst að ég var á 55 á fyrri! Það er ekki gott.

Í dag er mánudagur og það er heitt.
Mér þykir það ekki leitt.
Heldur fer á fæ mér ís.
Á svaka góðum prís.


Ég er Hagnaðurinn.
Góðar stundir.