Kvikmynd - Supersize me....
... það ætti ekki að hafa farið framhjá neinum sem les blöð, horfir á sjónvarp, hlustar á útvarp eða les síður á veraldarvefnum að Mike Spurlock hafi verið hér á landi til að kynna nýjustu mynd sína, Supersize Me.
.. mynd þessi er hluti af bandarískum kvikmyndadögum í Háskólabíói.
Myndin fjallar sem sagt um gæja sem borðar eingöngu mat af McDonald´s í 30 daga í röð, 3 máltíðir á dag, og þetta er svona blanda af heimildar/áróðursmynd.
Sem slík er hún bara nokkuð góð. Myndin er gríðarlega skemmtileg, og Mike er mjög áhugaverður maður. Myndin er einnig áhrifarík; fær mann aðeins til að hugsa um hvað maður er að éta. En ég efa að maður hætti að borða skyndibita eftir þetta.
Ég efast um að maður sem myndi bara borða fisk í heilan mánuð myndi vera í góðu ástandi. Eða bara mjólkurvörur (um það er skrifað í föstudagsblaði Viðskiptablaðsins). Hvað þá bara ávexti.
Núna er einhver kappi í einhverju Boozt Bar átaki. Svipuð pæling. Hann étur víst lýsi á hverjum degi. Hann er líka ekki í þessu tilraunarinnar vegna, þar sem bróðir hann á þennan stað. Ég er viss um að hann éti hvað sem er heima hjá sér. Lélegt publicity stunt þar á ferð!
Í hnotskurn:
Þetta er engin bíómynd þannig séð. Meira svona myndbands-mynd heima hjá sér. (Nema maður vilji sjá stóra ameríska rassa á stóru tjaldi!!!)
Myndin er skemmtileg, fræðandi og áhugaverð.
75/100* (á heimildarmynda-kvarðanum)
Næst verður svo farið á aðra heimildarmynd, sem heitir að mig minnir "Waiting for the Friedmans"
Jack Bauer í kvöld!!! .... ehhh, ég meina Kiefer Sutherland.... Phone Booth.
Tony Almeida kveður...
... ehh, ég meina Hagnaðurinn
... það ætti ekki að hafa farið framhjá neinum sem les blöð, horfir á sjónvarp, hlustar á útvarp eða les síður á veraldarvefnum að Mike Spurlock hafi verið hér á landi til að kynna nýjustu mynd sína, Supersize Me.
.. mynd þessi er hluti af bandarískum kvikmyndadögum í Háskólabíói.
Myndin fjallar sem sagt um gæja sem borðar eingöngu mat af McDonald´s í 30 daga í röð, 3 máltíðir á dag, og þetta er svona blanda af heimildar/áróðursmynd.
Sem slík er hún bara nokkuð góð. Myndin er gríðarlega skemmtileg, og Mike er mjög áhugaverður maður. Myndin er einnig áhrifarík; fær mann aðeins til að hugsa um hvað maður er að éta. En ég efa að maður hætti að borða skyndibita eftir þetta.
Ég efast um að maður sem myndi bara borða fisk í heilan mánuð myndi vera í góðu ástandi. Eða bara mjólkurvörur (um það er skrifað í föstudagsblaði Viðskiptablaðsins). Hvað þá bara ávexti.
Núna er einhver kappi í einhverju Boozt Bar átaki. Svipuð pæling. Hann étur víst lýsi á hverjum degi. Hann er líka ekki í þessu tilraunarinnar vegna, þar sem bróðir hann á þennan stað. Ég er viss um að hann éti hvað sem er heima hjá sér. Lélegt publicity stunt þar á ferð!
Í hnotskurn:
Þetta er engin bíómynd þannig séð. Meira svona myndbands-mynd heima hjá sér. (Nema maður vilji sjá stóra ameríska rassa á stóru tjaldi!!!)
Myndin er skemmtileg, fræðandi og áhugaverð.
75/100* (á heimildarmynda-kvarðanum)
Næst verður svo farið á aðra heimildarmynd, sem heitir að mig minnir "Waiting for the Friedmans"
Jack Bauer í kvöld!!! .... ehhh, ég meina Kiefer Sutherland.... Phone Booth.
Tony Almeida kveður...
... ehh, ég meina Hagnaðurinn
<< Home