mánudagur, ágúst 16, 2004

Að sjálfsögðu...

... var farið í golf um helgina. Annað myndi flokkast undir heimsku og aulagang.

Farið var á Garðavöll á Akranesi klukkan 8:30 am á sunnudaginn. Með í för voru Ómar (Ommidonna, WACC, etc.) og Grái Glæponinn (Óli, Langur, Skallinn, etc.).

Spilað var holukeppni og reyndust það vera mikil mistök. Grái fór með sigur af hólmi með 9 holur, Ómar kom annar með 5 1/2 holur, og Hagnaðurinn rak lestina með 3 1/2.

Í höggleik voru hins vegar úrslitin önnur. Þar kom Grái fyrstur á 95 höggum, ég var annar á 98 höggum, og Ómar rak lestina á 102.

Þá lék ég á 36 punktum, sem þýðir að ég hafi leikið á getu. Þeir báðir léku hins vegar undir getu, og náðu líklegast ekki 36 punktum.

Niðurstaða:
Þegar upp er staðið og öllu er á botnin hvolft, er því greinilegt að ég hafi unnið þetta óopinbera golfmót, sérstaklega í ljósi þess að ég lék skemmtilegasta golfið. Ég tók áhættur og var hinn hressasti.

Já, það er ekki auðvelt að vinna Hagnaðinn.

"Ég vinn alltaf"
Hagnaðurinn