mánudagur, ágúst 16, 2004

Helgin...

... var góð jájá.

Miðið er gott að vakna tvo morgna um helgi og vera bara hinn hressasti. Engin áfengiseitrun. Ekkert bull.

Horfði á myndina "The Whole 10 Yards" á föstudaginn. Það er argasti viðbjóður. Það myndi verða óskynsamleg ákvörðun að taka þá mynd á leigunni. Hrikaleg ákvörðun. Takið frekar til dæmis City of Gods. Það er mynd sem skilur e-ð eftir sig.

"10 Yards" skilur ekkert eftir sig nema pirring og leiðindi og viðbjóð.

... á laugardaginn var svo farið í kvikmyndahús. Horft var á "The Bourne Supremacy". Það er góð mynd, vel gerð og hressandi. Skildi kannski lítið eftir sig.

Landsleikur framundan.
Dag Sigurðs í sturtu.

Hagnaðurinn