Doktorinn:
Um Lou Reed í Kastljósinu
Lou Reed ku fara á kostum í viðtalinu við Svanhildi sem sýnt verður í Kastljósi í kvöld. Karlinum leist eðlilega nokkuð vel á Svanhildi og spurði hvort hún væri með einhverjum. Hún sagðist eiga partner. Hann spurði hvort það væri karl eða kona. Að lokum fékk að hann símanúmerið hjá henni. Spurning hvort viðtalið verði mikið klippt.
Um tónleikana:
... En Guðmundur minn almáttugur hvað þetta var leiðinlegt! Fimm fyrstu lögin voru einhver hálftími hvert, einfaldar ballöður sem bandið rúnkaði sér á fram og til baka í einhverri nújork frídjassinnlifun og svo ýtti Lú á takkann á fözzboxinu annað slagið og tók gítarsóló eins og api með hamar. Flott sánd og það hefði verið gaman að þessum sólóum í bragðmeiri súpu, en ég var orðinn svo óþolinmóður og leiður á að glápa á þetta drasl að ég bað í hljóði um að Godzilla myndi rífa þakið af Höllinni og éta mig.
Um Siv Friðleifs:
Hverjum er ekki sama þótt Siv hætti sem umhverfisráðherra? Er hún sjálfkrafa ómissandi af því hún er án tittlings? Ætti ekki frekar að líta til þess að hún hefur verið ömurlegur ráðherra með allskonar umhverfislið upp á móti sér og er þar að auki það smekklaus að keyra um á risajeppa. Því færri framsóknarmenn í ríkisstjórn því betra.
Um Dagnýju þingkonu:
Unga framsóknarkerlingin Dagný er bæði konum og sauðfé til skammar. Oj bara.
Doktorinn,
besti bloggarinn,
fyrir utan,
Hagnaðinn
<< Home